Vantar þig smið?

*

Vantar þig smið? *

Hæ, ég heiti Óðinn Björn og ég tek að mér fjölbreytt smíðaverkefni með stuttum og löngum fyrirvara.

Ég legg áherslu á að vera áreiðanlegur, sanngjarn, heiðarlegur og að vinna öll verkefni af fagmennsku.

Óðinn Björn

Ég hef verið að smíða síðan ég man eftir mér, enda var pabbi minn líka smiður. Ég hef starfað sjálfstætt frá árinu 2020 og fengið að vinna fyrir stóran hóp ánægðra viðskiptavina.

Mínir helstu styrkleikar liggja í:

  • Verkefnastjórn með því að gera upp íbúðir

  • Parketlögn og að leggja lista

  • Að laga hurðar og hurðakarma

  • Uppsetning innréttinga

  • Samsetning húsgagna

Ég á stórt tengslanet iðnaðarmanna og get reddað áreiðanlegum rafvirkjum, pípurum, málurum og fleirum til þess að sinna slíkum hlutum verkefnanna sem ég tek að mér.

Einnig á ég rúmgóðan sendiferðabíl og hef mikla reynslu af flutningum húsgagna, innrétttinga, búslóða og alls þess á milli.

A smiling man wearing glasses, a headset, and a gray hoodie outdoors with snow and trees in the background.
  • Viðgerð á eldhúsinnréttingu

    "Óðinn er virkilega úrræðagóður. Hann mæti þegar hann sagðist ætla að mæta og kláraði verkið hratt og örugglega. Það var enginn óvæntur kostnaður og reikningurinn var bara nákvæmlega það sem hann lagði upp með í byrjun verkefnisins."

  • Standsetning leiguíbúðar

    "Okkur vantaði einhvern til að sjá um að gera upp og standsetja íbúð fyrir okkur sem átti að fara í útleigu. Óðinn tók verkið að sér og sinnti því frá byrjun til enda, hélt okkur vel upplýstum en tók líka frumkvæði og leysti þau vandamál sem komu upp."

  • Samsetning húsgagna

    “Óðinn er alltaf fyrsti maðurinn sem ég hringi í á leiðinni heim úr IKEA. Ég gæti ekki hengt upp gardínur til að bjarga lífi mínu, en Óðinn er alltaf til í að taka að sér allskonar verkefni, sama hversu stór eða smá.”

  • Búslóðarflutningar

    “Þegar við vorum að flytja fengum við Óðinn til að aðstoða okkur og hann kom á sendiferðabílnum sínum sem tekur endalaust af dóti. Ég segi þetta kannski ekki beint við hina strákana sem hjálpuðu okkur að flytja, en Óðinn var svo fljótur, duglegur og sniðugur að finna lausnir þegar við lentum í veseni, að hann vann á við allavega þrjá aðra flutningamenn”.

  • Parket og listar

    “Það er svo mikilvægt að fá til sín iðnaðarmenn sem eru áreiðanlegir og sérfræðingar í sínu fagi. Óðinn stendur svo sannarlega undir því”.

Fáðu tilboð í verkið

Ert þú með verkefni sem ég gæti aðstoðað þig við?

Ekki hika við að hafa samband og ég mun heyra í þér við fyrsta tækifæri.

Thumbs up in front of a kitchen renovation scene with a marble countertop, a construction vacuum, tools, and building materials.